Helgi Áss Grétarsson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, hefur stefnt Jóni Guðbjartssyni, útgerðarmanni á Ísafirði, fyrir meiðyrði. Mál Helga Áss verður tekið fyrir í Héraðsdómi Vestfjarða 4. júní, að því er segir í frétt á vef Bæjarins besta.
Helgi Áss krefst þess að ummæli sem Jón lét fjalla á bb.is og á Bylgjunni verði dæmd dauð og ómerk. Ummælin snerust um stöðu Helga Áss innan háskólans sem og tengsl hans við Landssamband íslenskra útvegsmanna.
Helgi Áss krefst þess að Jón greiði sér tvær milljónir króna í miskabætur þar sem ummælin hafi verið ærumeiðandi og til þess fallin að valda honum álitshnekki.
Í stefnunni segir að ummæli Jóns hafi valdið Helga Áss umtalsverðum ama og skaða, séu til þess fallin að varpa rýrð á orðspor Helga Áss og minnka vonir hans um árangursríkan feril sem fræðimanns.
Jón hélt því fram að Helgi Áss væri á launum hjá LÍU.