Baráttan á enn langt í land

Bret­ar standa sig best en Rúss­ar lak­ast þegar kem­ur að stöðu og rétt­ind­um hinseg­in fólks í Evr­ópu sam­kvæmt ár­legri út­tekt í þeim efn­um sem kynnt var á ráðstefnu á Möltu í síðustu viku í til­efni Alþjóðadags gegn for­dóm­um gagn­vart hinseg­in fólki þann 17. maí slíðastliðinn. Ísland deil­ir átt­unda sæti með Frökk­um.

„Landið þokast upp á við milli ára og ráða rétt­ar­bæt­ur til handa trans­fólki þar mestu um,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ingu frá Sam­tök­un­um 78. Þar seg­ir að út­tekt­in ein­kenn­ist ann­ars af vax­andi and­stæðum. „Á meðan sum ríki unnu að jöfn­um rétti til hjóna­bands og viður­kenn­ing­ar á kyn­vit­und á ár­inu 2013 mátti í öðrum sjá til­vist hinseg­in fólks glæpa­vædda með lög­um gegn “áróðri” fyr­ir sam­kyn­hneigð.“ Enn­frem­ur seg­ir:

„Þegar litið er til laga­legr­ar stöðu og mann­rétt­inda­vernd­ar hinseg­in fólks má sjá jafn­ar fam­far­ir í mörg­um ríkja Evr­ópu. Í heild­ina er þó langt í land með að Evr­ópa virði að fullu mann­rétt­indi hinseg­in fólks.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert