Baráttan á enn langt í land

Bretar standa sig best en Rússar lakast þegar kemur að stöðu og réttindum hinsegin fólks í Evrópu samkvæmt árlegri úttekt í þeim efnum sem kynnt var á ráðstefnu á Möltu í síðustu viku í tilefni Alþjóðadags gegn fordómum gagnvart hinsegin fólki þann 17. maí slíðastliðinn. Ísland deilir áttunda sæti með Frökkum.

„Landið þokast upp á við milli ára og ráða réttarbætur til handa transfólki þar mestu um,“ segir í fréttatilkynningu frá Samtökunum 78. Þar segir að úttektin einkennist annars af vaxandi andstæðum. „Á meðan sum ríki unnu að jöfnum rétti til hjónabands og viðurkenningar á kynvitund á árinu 2013 mátti í öðrum sjá tilvist hinsegin fólks glæpavædda með lögum gegn “áróðri” fyrir samkynhneigð.“ Ennfremur segir:

„Þegar litið er til lagalegrar stöðu og mannréttindaverndar hinsegin fólks má sjá jafnar famfarir í mörgum ríkja Evrópu. Í heildina er þó langt í land með að Evrópa virði að fullu mannréttindi hinsegin fólks.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka