Hraðbraut tekur til starfa á nýjan leik

Ólafur Haukur Johnson, skólastjóri Menntaskólans Hraðbrautar.
Ólafur Haukur Johnson, skólastjóri Menntaskólans Hraðbrautar. mbl.is/Eggert

Ill­ugi Gunn­ars­son, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra, hef­ur veitt Mennta­skól­an­um Hraðbraut skrif­lega viður­kenn­ingu til kennslu til stúd­ents­prófs á nátt­úru­vís­inda­braut og hug­vís­inda­braut.

Nú er því ljóst að skól­inn mun taka til starfa á nýj­an leik í haust eft­ir tveggja ára hlé.

Ólaf­ur Hauk­ur John­son, skóla­stjóri og eig­andi Mennta­skól­ans Hraðbraut­ar, seg­ist finna fyr­ir mikl­um áhuga meðal nem­enda, þrátt fyr­ir að skól­inn hafi ekki aug­lýst sér­stak­lega eft­ir þeim. 

„Við höf­um verið að fá þónokkr­ar um­sókn­ir upp á síðkastið. Ég lét það koma fram á heimasíðunni okk­ar að það væri hægt að sækja um, en að við vær­um hins veg­ar ekki komn­ir með viður­kenn­ing­una,“ seg­ir Ólaf­ur Hauk­ur í sam­tali við mbl.is.

„En ég hef ekk­ert aug­lýst, ná­kvæm­lega ekki neitt. Þetta spurðist bara út, en það verður öðru­vísi nú þegar við för­um að aug­lýsa. Það er sá tími sem er framund­an hjá okk­ur,“ seg­ir hann.

890 þúsund krón­ur í skóla­gjöld

Skól­inn fær hins veg­ar ekki fjár­stuðning frá rík­inu. Skóla­gjöld­in verða því ein og sér að standa und­ir rekstri skól­ans. „Það er því miður staðan. Það þýðir auðvitað að við þurf­um að rukka mjög há skóla­gjöld,“ seg­ir Ólaf­ur Hauk­ur, en skóla­gjöld­in verða 890 þúsund krón­ur fyr­ir hvert skóla­ár.

„En við telj­um engu að síður að það borgi sig fyr­ir nem­end­ur að koma í skól­ann. Fjár­hags­leg­ur ávinn­ing­ur nem­enda af því að ljúka há­skóla­námi fyrr en kost­ur er á í öðrum skól­um er til dæm­is mik­ill, miklu mun meiri en sem nem­ur sjálf­um skóla­gjöld­un­um,“ seg­ir hann.

„En maður veit það líka að það eru ör­ugg­lega fjöl­marg­ir, sér í lagi ungt fólk sem kem­ur beint úr grunn­skóla, sem staldra við, horfa á þessi skóla­gjöld og setja þau fyr­ir sig.“

Fátt að van­búnaði

Aft­ur á móti sé ann­ar hóp­ur, oft ung­menni á aldr­in­um 18 til 22 ára, sem hef­ur áhuga á því að hefja nám í skól­an­um. „Það eru eldri nem­end­ur. Fólk sem hef­ur kannski verið að slugsa á fram­halds­skóla­ár­un­um eða jafn­vel alls ekk­ert verið í skóla. Síðan allt í einu átt­ar það sig á því að það hef­ur áhuga á því að fara í há­skóla og mennta sig,“ seg­ir hann og bæt­ir við:

„Ég finn það al­veg að þessi hóp­ur er mjög til­bú­inn að skoða skól­ann þó svo að skóla­gjöld­in séu há.“

Áfram verður kennt í hús­næðinu í Faxa­feni og seg­ir Ólaf­ur Hauk­ur að fátt sé að van­búnaði að kennsla geti haf­ist.

Hann seg­ist reynd­ar eiga eft­ir að ráða kenn­ara í ein­hver störf, en hann hef­ur þó verið í sam­bandi við nokkra. „Það er þannig að þegar maður byrj­ar á nýj­an leik get­ur maður ekki boðið kenn­ur­um upp á fullt starf til að byrja með. Ekki á meðan fyrstu skref­in eru stig­in,“ seg­ir hann. Þannig hafi það einnig verið þegar Hraðbraut tók upp­haf­lega til starfa árið 2003.

„Kenn­ar­ar voru í hluta­starfi hjá okk­ur og svo eft­ir því sem það fjölgaði í skól­an­um, þá gat maður boðið þeim upp á fullt starf.“

Ráðherr­ann hlynnt­ur skól­an­um

Hann seg­ist eiga von á mik­illi fjölg­un nem­enda, eða yfir 100%, strax á öðru ári. Ann­ar ár­gang­ur­inn sé yf­ir­leitt stærri en sá fyrsti. „Þannig var þetta að minnsta kosti þegar við byrjuðum á sín­um tíma,“ seg­ir Ólaf­ur Hauk­ur.

Þrátt fyr­ir að ráðherra hafi hafnað því að gera þjón­ustu­samn­ing við skól­ann seg­ir Ólaf­ur Hauk­ur að hann hafi ávallt verið já­kvæður í garð fram­taks­ins. „Þetta er að vísu búið að taka lengri tíma en ég hefði kosið, en ég held að það verði að segj­ast að ráðherra hef­ur verið hlynnt­ur skól­an­um. Ég hef ekki orðið var við annað.“

Menntaskólinn Hraðbraut.
Mennta­skól­inn Hraðbraut. mbl.is/Ó​mar Óskars­son
mbl.is/​Jim Smart
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert