Kettirnir kveiktu í

Kettir eru ólíkindatól
Kettir eru ólíkindatól

 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og lögregla voru kölluð út um þrjúleytið í nótt að Vallahverfinu í Hafnarfirði vegna eldsvoða.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu hafði kviknað í pizzakössum sem voru á eldavél íbúðarinnar en íbúar höfðu náð að slökkva eldinn áður en slökkviliðið kom á vettvang. Það annaðist aftur á móti loftræstingu. Engar skemmdir urðu á íbúðinni. 

Að sögn lögreglunnar sagði heimilismaður að eina leiðin til þess að kveikt hafi verið á eldavélinni væri sú að kettirnir hefðu gert það.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert