Skiptum lokið á búi Björgólfs

Björgólfur Guðmundsson.
Björgólfur Guðmundsson. mbl.is/Kristinn

Skiptalok í þrotabúi Björgólfs Guðmundssonar athafnamanns voru í gær. Kröfur á hendur búinu voru samtals upp á rúmlega 85 milljarða kr. Í búinu voru eignir upp á tæpar 80 milljónir.

Kröfur vegna kostnaðar við skipti búsins voru upp á tæpar 45 milljónir. Þar af var kostnaður vegna vinnu Lögstofunnar hf. á árunum 2009 til 2014, að báðum árum meðtöldum, 35,7 milljónir og virðisaukaskattur 9,1 milljón. Hrein eign til úthlutunar var því rúmar 35 milljónir króna.

Kröfur í búið voru samtals 85.061.393.121 kr. Stærstu einstöku kröfurnar voru frá Landsbankanum vegna Fjárfestingafélagsins Grettis ehf. upp á 24,6 milljarða og vegna Grettis eignarhaldsfélags ehf. 24,4 milljarðar. Þá gerði Straumur-Burðarás Fjárfestingabanki kröfu upp á 13,2 milljarða, Íslandsbanki hf. upp á 5,1 milljarð og Landsbankinn vegna Rainwood S.A. upp á 2,3 milljarða, að því er fram kemur í umfjöllun um gjaldþrot Björgólfs í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert