Ferðaþjónustufyrirtækið Iceland ProTravel hefur í hyggju að hefja lystiskipasiglingar umhverfis Ísland í júní á næsta ári. Siglingarnar verða á vegum dótturfélagsins Iceland ProCruises og hefur farþegaskipinu MV Ocean Diamond verið tekið á leigu til þriggja ára.
Greint er frá þessu á vef Bæjarins Besta. Þar segir að Matthías Kjartansson frá Iceland Pro Travel hafi kynnt siglingar fyrirtækisins á ársfundi Cruise Iceland samtakanna á Hótel Ísafirði í dag. Skipið verði með heimahöfn í Reykjavík og mun sigla hringinn í kringum landið.
Í máli Matthíasar kom fram að bókanir fyrir 2015 hafi gengið vel. Skipið siglir frá Reykjavík réttsælis í kringum landið með viðkomu á Grundarfirði, Ísafirði, Siglufirði, Akureyri, Húsavík, Seyðisfirði, Höfn í Hornafirði og Vestmannaeyjum. Í landi verður boðið upp á afþreyingu á borð við gönguferðir, rútuferðir og menningarupplifun.
Nánar um málið á vef BB