Ár frá því ríkisstjórnin tók við völdum

Eitt ár er í dag liðið síðan núverandi ríkisstjórn tók við völdum. Af þeim sökum var fundur haldinn í Ráðherrabústaðnum en ekki Stjórnarráðshúsinu eins og hefðbundið. Forsætisráðherra ritaði grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann fagnar þessum tímamótum.

„Í dag er liðið eitt ár frá því að ný ríkisstjórn hóf sókn í þágu lands og þjóðar eins og kveðið er á um í stefnuyfirlýsingu hennar. Leiðarljós ríkisstjórnarinnar er bættur hagar heimilanna í landinu og efling atvinnulífs með aukinni verðmætasköpun í almannaþágu,“segir í grein Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, í Morgunblaðinu í dag.

Þar segir einnig að bætt vinnubrögð í þinginu hafi orðið til þess að stjórnarmeirihlutanum tókst að afgreiða óvenjumörg mál á tilsettum tíma og aldrei hafi jafnmörg þingmannamál fengið afgreiðslu, þar á meðal mikill fjöldi stjórnarandstöðumála.

„Við göngum því inn í sumarið ánægð með veturinn um leið og við búum okkur undir að gera enn betur á næsta ári og hlökkum til að fagna saman 70 ára afmæli lýðveldisins hinn 17. júní. Ég óska landsmönnum öllum góðs og heilladrjúgs sumars.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert