Fylgi framboða breytist lítið

Ráðhús Reykjavíkur
Ráðhús Reykjavíkur mbl.si/Eggert Jóhannesson

Litl­ar breyt­ing­ar eru á fylgi flokka í Reykja­vík frá síðustu könn­un þjóðar­púls Gallup og breyt­ist fylgi fram­boða á bil­inu 0,1 til 0,9 pró­sentu­stig. Eru þetta niður­stöður úr net­könn­un sem Capacent Gallup gerði dag­ana 7. til 21. maí sl.

Ef kosið yrði til borg­ar­stjórn­ar nú seg­ist nær 31% munu kjósa Sam­fylk­ing­una, næst­um 24% Sjálf­stæðis­flokk­inn, tæp­lega 21% Bjarta framtíð, um 10% Pírata, rúm­lega 8% Vinstri­hreyf­ing­una - grænt fram­boð, liðlega 4% Fram­sókn­ar­flokk og flug­vall­ar­vini, tæp­lega 2% Dög­un í Reykja­vík og nær 1% Alþýðufylk­ing­una.

Þeir sem ekki taka af­stöðu eða neita að gefa hana upp eru liðlega 12% svar­enda en rúm­lega 8% segj­ast myndu skila auðu eða ekki kjósa ef borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar færu fram í dag.

Ef borg­ar­full­trú­um er skipt milli flokka út frá niður­stöðum könn­un­ar­inn­ar fengi Sam­fylk­ing­in fimm borg­ar­full­trúa, Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn og Björt framtíð fjóra hvor og Pírat­ar og Vinstri­hreyf­ing­in - grænt fram­boð sinn hvorn borg­ar­full­trú­ann.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert