Krúttklak Svanhildar við Elliðaár

Svanhildur í Elliðaárdal.
Svanhildur í Elliðaárdal. mbl.is/Ómar Óskarsson

Þeir voru ekki sólahringsgamlir ungarnir hennar Svanhildar þegar ljósmyndari Morgunblaðsins fangaði fjölskylduna á mynd í Elliðaárdal í gærkvöldi. Þá uppskar myndasmiðurinn eftir að hafa beðið þolinmóður eftir klakinu en að kvöldi miðvikudags sat Svanhildur sem fastast og enga unga að sjá.

Þegar ljósmyndara bar að garði í gærmorgun hafði þó heldur betur dregið til tíðinda, því þá faldi karl sig í sefi með þrjá litla hnoðra á meðan illúðlegir mávar sveimuðu yfir. Mamma lá enn á og hélt kyrru fyrir fram eftir degi en síðla dags skreið fjórða afkvæmið úr eggi og fékk fljótlega tækifæri til að spreyta sig á vatninu.

Íbúar höfuðborgarsvæðisins bíða eflaust margir með óþreyju eftir því að beri til tíðinda við Bakkatjörn, þar sem annað ektapar freistar þess að koma ungum á legg. Sást til álftarinnar Svandísar á hreiðri sínu við tjörnina í gær og hafði hún félagsskap af steggnum, sem var ekki langt undan

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert