Leikskólakennarar til ríkissáttasemjara

Samband íslenskra sveitarfélaga vísaði í dag kjaradeilu sinni við Félag leikskólakennara til ríkissáttasemjara. Boðað verður til fyrsta fundar í deilunni innan tíðar, að því er segir í frétt á vef ríkissáttasemjara.

Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, hefur sagt að leikskólakennarar sætti sig ekki við neitt annað en sömu hækkanir og grunnskólakennarar fengu.

„Þið vitið líka að eng­in rök eru fyr­ir því að leik- og grunn­skóla­kenn­ar­ar eigi ekki að vera á sömu laun­um. Vand­inn er al­var­leg­ur þar sem nú vant­ar um 1300 leik­skóla­kenn­ara til að upp­fylla lög nr. 87/​2008 um mennt­un og ráðningu kenn­ara og skóla­stjórn­enda. Ég þarf hins veg­ar ekk­ert að minna ykk­ur á það því þetta kunnið þið al­veg upp á tíu,“ sagði Haraldur Freyr í opnu bréfi til Ingu Rún­ar Ólafs­dótt­ur, for­manns samn­inga­nefnd­ar sveit­ar­fé­laga, og Atla Atla­son­ar, full­trúa Reykja­vík­ur­borg­ar í samn­inga­nefnd sveit­ar­fé­laga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert