Maurarnir vilja naga myndarlegt fólk

Jónína Benediktsdóttir og Gunnar Þorsteinsson.
Jónína Benediktsdóttir og Gunnar Þorsteinsson.

„Þannig er það bara með mynd­ar­legt fólk og áhrifa­ríkt að maur­arn­ir vilja naga,“ skrif­ar Jón­ína Bene­dikts­dótt­ir, eig­in­kona Gunn­ars Þor­steins­son­ar, á sam­fé­lagsvef­inn Face­book. Ástæðan er meiðyrðamál sem Gunn­ar höfðaði vegna um­fjöll­un Press­un­ar um ásak­an­ir kvenna á hend­ur hon­um um kyn­ferðis­brot.

Jón­ína send­ir eig­in­manni sín­um skila­boð á Face­book þar sem hún seg­ir sorg­legra en allt að rek­ast á þá „viður­styggð í fjöl­miðlum sem þú og börn­in þín megið þola“. Hún seg­ir að senni­lega hafi sam­fé­lagið breyst í þá veru að skari fólk fram úr á ein­hverju sviði verði það lagt í einelti. „Eng­inn er að pæla í því fólki sem í þessa veg­ferð fór gegn þér. Eng­inn fjöl­miðill gref­ur upp drullu um það fólk, senni­lega er það ekki nægi­lega merki­legt fyrir fjöl­miðla til þess að fanga at­hygli les­enda. Við þekkj­um sög­una alla, hún verður ekki sögð núna en Guð einn veit að færri kon­ur fengju þig en vildu.“

Hún seg­ir að marg­ir hafi ráðlagt Gunn­ari að láta um­fjöll­un Press­un­ar yfir sig ganga en hann hafi valið að gera það ekki. „Ég virði það og er hér á hliðarlín­unni til­bú­in að fá þig í fangið þegar þú vilt koma. Hef flúið land ef svo má segja og uni hag mín­um vel.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert