Tékkar sinna loftrýmisgæslu

Tékkar munu gæta loftrýmisins í sumar.
Tékkar munu gæta loftrýmisins í sumar. mbl.is/RAX

Tékkar munu sinna loftrýmisgæslu við Ísland í október og nóvember í haust. Fjórar til sex orrustuþotur koma hingað vegna þessa og fylgir þeim um 50 manna starfslið.

Vefur tékkneska dagblaðsins Prague Post greinir frá þessu og er haft eftir Martin Stropnický, varnarmálaráðherra Tékklands, að fyrirhuguð þriggja vikna loftrýmisgæsla við Ísland verði framlengd um nokkrar vikur. Segir þar jafnframt að tékkneskar Jas-39 Gripen orrustuþotur verði notaðar við gæsluna og að tékknesk og íslensk stjórnvöld muni deila kostnaðinum.

Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni, segir að kostnaður íslenskra stjórnvalda vegna þessa verði 10-15 milljónir. Á móti skapi eftirlitið ýmsar tekjur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert