Breyttar úthlutunarreglur

SÍNE harmar að námslán séu skorin niður.
SÍNE harmar að námslán séu skorin niður. mbl.is/Hjörtur

Lánasjóður íslenskra námsmanna (LÍN) hefur breytt úthlutunarreglum fyrir næsta skólaár, 2014-2015. Grunnframfærsla á Íslandi hækkar um 3,2% og verður 149.463 kr. eða 22.419 kr. á ECTS-einingu.

Hins vegar verður framfærsla erlendis lækkuð um allt að 10%. LÍN segir þetta vera gert til samræmingar við framfærslu á Íslandi. Framfærslan verður lækkuð að hámarki um 10% í hverju landi, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Samband íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE) harmar að námslán til námsmanna erlendis verði skorin niður um 10%. Fulltrúi SÍNE í stjórn LÍN neitaði að skrifa undir úthlutunarreglurnar í mótmælaskyni. Fulltrúar SÍNE mættu á fundi með úthlutunarnefnd LÍN til að mótmæla þessum vinnubrögðum og að SÍNE skyldi ekki eiga neina aðkomu að þessari ákvörðun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert