Forsetinn flaug til Húsavíkur

Forsetinn stígur hér út úr sjóflugvél Arngríms.
Forsetinn stígur hér út úr sjóflugvél Arngríms. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Arngrímur Jóhannsson, flugstjóri og stofnandi Atlanta flugfélagsins, flugu saman í sjóflugvél Arngríms með málverk af landsnámsmanninum Náttfara frá Akureyri til Húsavíkur í dag. Þar opnaði forsetinn formlega Könnunarsafn Íslands.

Á safninu verður fjallað um allt það sem tengist könnun heimsins og geimsins. Þar verður meðal annars að finna muni og minjar um þjálfun geimfara í Þingeyjarsýslum, leiðangra norrænna víkinga fyrir þúsund árum, kapphlaupið á pólana og margt annað sem tengist ferðum manna á ókunnar slóðir.

List­mál­ar­inn Krist­inn G. Jó­hanns­son, bróðir Arn­gríms, málaði verkið af Nátt­fara og af­henti safn­inu það ásamt Ólafi Ragn­ari. „Þar sem ég átti þessa sjóflug­vél fannst okk­ur henta best að ég myndi bara fljúga hingað með mál­verkið,“ sagði Arn­grím­ur við mbl.is í gær.

Örlyg­ur Hnef­ill Örlygs­son, stofn­andi og safn­stjóri Könn­un­arsafns­ins eða The Explorati­on Muse­um, sagði að Ólafur Ragn­ar væri sér­leg­ur áhuga­maður um allt sem teng­dist könn­un heims­ins og því hefði hann tekið vel í beiðnina um að opna safnið.

Frétt mbl.is: Forsetinn með sjóflugvél á Húsavík

Frétt mbl.is: Kanna nýjar lendur veraldarinnar í safninu á Húsavík

Forsetinn, Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri Norðurþings, Örlygur Hnefill Jónsson, eigandi …
Forsetinn, Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri Norðurþings, Örlygur Hnefill Jónsson, eigandi safnsins, og Kristinn G. Jóhannsson sem málaði verkið af Náttfara. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson
mbl.is/Hafþór Hreiðarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka