„Við létum Samkeppniseftirlitið vita af kaupunum en við reiknuðum ekki með afskiptum. Staðan er hins vegar sú núna að þeir eru að skoða þetta og hafa farið fram á ítarlega samrunaskýrslu og okkur er óheimilt að framkvæma neitt þar til þeir hafa farið yfir málið,“ segir Ari Edwald, forstjóri 365 miðla en Samkeppniseftirlitið hefur óskað eftir gögnum frá fyrirtækinu vegna kaupa á Konunglega kvikmyndafélaginu.
Ari segir að vegna stærðar Konunglega kvikmyndafélagsins hafi þeir ekki búist við því að Samkeppniseftirlitið myndi aðhafast í málinu. „Heildarvelta Konunglega kvikmyndafélagsins frá stofnun er innan við fimmtíu milljónir. Það er afskaplega lítið og því reiknuðum við ekki með afskiptum.“ Hann segist ekki vita hvað athugun Samkeppniseftirlitsins muni taka langan tíma.
Frétt mbl.is: 365 eignast Bravó og Miklagarð
Frétt mbl.is: Sigmar hyggst láta af störfum