Röddin brast í sjöunda lagi

Velski bass-barítónsöngvarinn Bryn Terfel.
Velski bass-barítónsöngvarinn Bryn Terfel.

Velski bass-barítónsöngvarinn Bryn Terfel, sem hélt tónleika á Listahátíð í Reykjavík í Eldborgarsal Hörpu nú í kvöld, þurfti að hætta söng sínum í sjöunda lagi þegar rödd hans brast.

Hann byrjaði að flytja fjóra enska söngva við mikla hrifningu tónleikagesta og þá tóku við þrjú lög Rober Schumanns. Í þriðja laginu, Du bist wie eine Blume, brast rödd söngvarans. Hann hætti leik, tilkynnti undrandi tónleikagestum að eitthvað hefði komið fyrir röddina og steig af sviðinu.

Skömmu síðar kom hann aftur fram á sviðið og sagðist ekki geta haldið söng sínum áfram. Eitthvað hefði komið fyrir, en hann vissi ekki hvað það var.

Hanna Styrmisdóttir, framkvæmdastjóri Listahátíðar í Reykjavík, og Steinunn Birna Ragnarsdóttir, tónlistarstjóri Hörpu, fóru baksviðs og ræddu við Terfel. Síðan komu þær á sviðið, báru kveðju söngvarans og sögðu að honum hefði verið mjög brugðið. Þær sögðu að hann vildi bæta gestunum skaðann og koma aftur.

Þær sögðu að tónleikarnir yrðu auglýstir á nýjan leik og að jafnframt yrði gefin út yfirlýsing.

Tónleikagestum var illa brugðið enda er Terfel á meðal ástsælustu söngvara samtímans og þá virtist röddin hans vera í toppformi í fyrstu lögunum.

Frétt mbl.is: Terfel syngur aftur 10. júlí

Hanna Styrmisdóttir, framkvæmdastjóri Listahátíðar í Reykjavík, og Steinunn Birna Ragnarsdóttir, …
Hanna Styrmisdóttir, framkvæmdastjóri Listahátíðar í Reykjavík, og Steinunn Birna Ragnarsdóttir, tónlistarstjóri Hörpu, í kvöld.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert