Svínabændur hafna fullyrðingum um lögbrot

mbl.is/Helgi Bjarnason

Svína­rækt­ar­fé­lag Íslands hef­ur sent frá sér til­kynn­ingu í kjöl­far frétta RÚV í gær um að grís­ir séu gelt­ir ólög­lega á Íslandi, án deyf­ing­ar. Í frétt­um RÚV kom fram að yf­ir­dýra­lækn­ir hefði gefið bænd­um frest fram að ára­mót­um til þess að fram­fylgja bann­inu.

Sig­ur­björg Daðadótt­ir, yf­ir­dýra­lækn­ir, sagði í sam­tali við frétta­stofu RÚV að þær geld­ing­ar sem tíðkast á ís­lensk­um svína­bú­um væru í raun ólög­leg­ar og að geld­ing án deyf­ing­ar ylli  grís­um mikl­um sárs­auka.

Þá hef­ur formaður Dýra­vernd­un­ar­sam­bands Íslands hvatt fólk til þess að sniðganga ís­lenskt svína­kjöt þar til bænd­ur hætta að gelda grísi án deyf­ing­ar. 

Segj­ast vinna að því að upp­fylla lög

Í til­kynn­ingu frá Svína­rækt­ar­fé­lag­inu seg­ir að fé­lagið hafni full­yrðing­um RÚV um að bænd­ur  séu að brjóta lög. Þeir séu að vinna að því, í sam­starfi við stjórn­völd, að upp­fylla ákvæði laga um geld­ing­ar á grís­um. Þá séu svína­bænd­ur að vinna að heil­um hug að inn­leiðingu nýrra og fram­sæk­inna laga um vel­ferð dýra í sam­ráði við stjórn­völd. 

Svína­bænd­ur segja að það sé mark­mið þeirra að bjóða uppá afurðir sem upp­fylla ýtr­ustu kröf­ur um gæði, vel­ferð og aðbúnað, á sem hag­stæðustu verði. 

Til­kynn­ing­in í heild sinni:

Vegna frétta Rík­is­út­varps­ins í gær­kvöldi vilja svína­bænd­ur koma því á fram­færi að þeir vinna að heil­um hug, í sam­starfi við stjórn­völd, að inn­leiðingu nýrra og fram­sæk­inna laga um vel­ferð dýra. Þegar inn­leiðingu þeirra laga lýk­ur mun aðbúnaður og vel­ferð ís­lenskra svína verða með því sem best ger­ist í heim­in­um. Íslensk­ur svína­bú­skap­ur hef­ur nú þegar þá sér­stöðu að nær eng­in lyf eru notuð í bú­grein­inni, nema í al­gjör­um und­an­tekn­ing­ar­til­fell­um.

Svína­bænd­ur hafna full­yrðing­um frétta­stofu Rík­is­út­varps­ins þess efn­is að stundaðar séu ólög­leg­ar geld­ing­ar á grís­um á ís­lensk­um svína­bú­um. Með hinum nýju lög­um hafi regl­ur um geld­ing­ar á grís­um verið hert­ar veru­lega frá því sem verið hef­ur.  Ákvæði ís­lenskra laga um geld­ing­ar og fram­kvæmd þeirra með þeim ströngustu sem þekkj­ast.  Því hafa ís­lensk­ir svína­bænd­ur þurft að þróa aðferðir sem best henta til þess að upp­fylla ákvæði lag­anna. Svína­bænd­ur vinna nú að því í sam­starfi við stjórn­völd að þróa slík­ar aðferðir. Af þeim ástæðum hafa stjórn­völd veitt svína­bænd­um svig­rúm til þess að mögu­legt verði að upp­fylla skil­yrði lag­anna. Full­yrðing­ar frétta­stofu Rík­is­út­varps­ins um að ís­lensk­ir svína­bænd­ur stundi lög­brot eru því rang­ar, í besta falli afar lang­sótt­ar.

Svína­bænd­ur benda á að hin nýju lög um vel­ferð dýra tóku gildi um síðustu ára­mót. Lög­in ganga mun lengra en sam­bæri­leg lög­gjöf í flest­um þeim lönd­um sem við ber­um okk­ur sam­an við eða flytj­um inn svína­af­urðir frá. Það er því tölu­verð áskor­un fyr­ir bæði stjórn­völd og bænd­ur að inn­leiða þau.  Hafa reglu­gerðir sem til stend­ur að setja með stoð í hinum nýju lög­um raun­ar enn ekki tekið gildi.

Svína­bænd­um er mikið í mun að inn­leiðing­in laga og reglna á þessu sviði tak­ist vel og hafa þeir af þeirri ástæðu farið þess á leit við land­búnaðarráðherra að er­lend­ur sér­fræðing­ur verði feng­inn til þess að gera út­tekt á ís­lensk­um svína­bú­um, með hliðsjón af gildis­töku nýju lag­anna, og til að veita ráðgjöf um nauðsyn­leg­ar úr­bæt­ur. Á næstu árum er því ljóst að mikl­ar breyt­ing­ar munu verða í ís­lensk­um svína­bú­um sem miða að auk­inni vel­ferð og bætt­um aðbúnaði svína. Þá hafa svína­bænd­ur einnig kallað eft­ir af­stöðu ráðherra til þess hvort ekki sé ástæða til að gera sömu kröf­ur um vel­ferð vegna þeirra þeirra svínafurða sem flutt­ar eru hingað til lands frá öðrum lönd­um og gerðar eru sam­kvæmt ís­lensk­um lög­um.

Það er mark­mið ís­lenskra svína­bænda að bjóða upp á svína­af­urðir sem upp­fylla ýtr­ustu kröf­ur er varðar gæði, vel­ferð og aðbúnað á eins hag­stæðu verði og kost­ur er fyr­ir ís­lenska neyt­end­ur.

 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert