Bokova hrósaði framlagi Vigdísar

Irina Bokova, aðalframkvæmdastjóri Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO), og Gunnar Bragi …
Irina Bokova, aðalframkvæmdastjóri Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO), og Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið

Ir­ina Bo­kova, aðal­fram­kvæmda­stjóri Menn­ing­ar­mála­stofn­un­ar Sam­einuðu þjóðanna (UNESCO), hrósaði í dag fram­lagi Vig­dís­ar Finn­boga­dótt­ur til UNESCO. Vig­dís er vel­gjörðarsendi­herra UNESCO fyr­ir tungu­mál og hef­ur um ára­bil gegnt ýms­um trúnaðar­störf­um fyr­ir stofn­una.

Bo­kova fundaði með Gunn­ari Braga Sveins­syni ut­an­rík­is­ráðherra í dag. Á fund­in­um þakkaði Gunn­ar Bragi aðal­fram­kvæmda­stjór­an­um meðal ann­ars fyr­ir stuðning henn­ar við Alþjóðlega tungu­mála­miðstöð Stofn­un­ar Vig­dís­ar Finn­boga­dótt­ur í er­lend­um tungu­mál­um við Há­skóla Íslands. Stofn­un­in hlaut í nóv­em­ber 2011 samþykki til að starfa und­ir for­merkj­um UNESCO,

Gunn­ar Bragi lagði jafn­framt áherslu á mik­il­vægi mennt­un­ar í þró­un­ar­sam­vinnu Íslands, einkum mennt­un­ar kvenna og stúlkna. Hann sagði Jafn­rétt­is­skóla Há­skóla Sam­einuðu þjóðanna gegna mik­il­vægu hlut­verki í þró­un­ar­sam­vinn­unni og vakti jafn­framt at­hygli á ár­ang­urs­ríku starfi Jarðhita­skól­ans, Sjáv­ar­út­vegs­skól­ans og Land­græðslu­skól­ans.

Gunn­ar Bragi sagði Íslend­inga hafa mikla reynslu og sér­fræðiþekk­ingu á þess­um sviðum sem mik­il­vægt væri að nýta, meðal ann­ars með því þjálfa og tengja náms­menn og sér­fræðinga víðs veg­ar að úr heim­in­um og efla rann­sókn­ir á þess­um sviðum.

Þá sagði Gunn­ar Bragi það skipta miklu máli fyr­ir Ísland og Íslend­inga að Þing­vell­ir og Surts­ey væru á heims­minja­skrá. Það styrkti menn­ing­ar­legt og nátt­úru­fræðilegt gildi þess­ara staða og efldi um leið vit­und al­menn­ings á Íslandi um starf­semi UNESCO.

Ut­an­rík­is­ráðherra lagði einnig áherslu á mik­il­vægi þess að hagræða í starf­semi alþjóðastofn­ana og aðlaga þær að breytt­um tím­um, en Ir­ina Bo­kova hef­ur und­an­far­in ár stjórnað miklu um­bóta­ferli í UNESCO sem hófst í kjöl­far heild­ar­út­tekt­ar sem gerð var á starf­semi og rekstri stofn­un­ar­inn­ar 2010. Rætt var um mik­il­vægi tækn­inn­ar og áhrif sam­fé­lags­miðla á öll­um starfs­sviðum UNESCO, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert