Mikil þörf fyrir greiningu

Einkenni ADHD á fullorðinsárum eru einstaklingsbundin. Hömlun í samskiptum er …
Einkenni ADHD á fullorðinsárum eru einstaklingsbundin. Hömlun í samskiptum er algeng. Lítið eftirlit hefur verið með greiningum að sögn sálfræðings. Myndin er sviðsett. mbl.is/Kristinn

Alls hafa 580 tilvísanir fullorðinna einstaklinga borist ADHD-teymi Landspítalans á því rúma ári sem það hefur starfað. Þar af hafa 150 fengið afgreiðslu. Teymið fékk allt að 70 tilvísanir á mánuði í byrjun.

Fólkið er á öllum aldri, sumir eru rosknir, og margir hafa aðrar raskanir, eins og t.d. þunglyndi, hvatvísi og kvíða. Brynjar Emilsson, einn sálfræðinganna í teyminu, segir að hingað til hafi lítið eftirlit verið með ADHD-greiningum hér á landi.

„Það dugar ekki að einhver einn úti í bæ sé að greina þetta. Hingað til hefur allur gangur verið á því hvernig þessar greiningar eru gerðar, ekki bara hér á landi. ADHD er röskun á taugaþroska og það þarf að gera þetta almennilega af fagfólki sem hefur sérþekkingu á ADHD,“ segir hann í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert