MÓSA-smit greinist á Landspítala

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. mbl.is/Eggert

Greinst hefur MÓSA smit á smitsjúkdómadeild Landspítalans í Fossvogi. Smitið nær til sjúklinga, starfsmanna og umhverfis, þ.e. vinnusvæðis og sjúklingsvæðis, deildarinnar. Gripið hefur verið til viðeigandi ráðstafana til að takmarka frekari útbreiðslu innan spítalans og upprætingar smitsins.

Í frétt á vef spítalans segir að þetta feli meðal annars í sér að loka þarf deildinni fyrir innlögnum sjúklinga og heimsóknum til sjúklinga. Unnið er hörðum höndum að því að útskrifa sjúklinga sem unnt er til að greiða fyrir innlögnum nýrra sjúklinga.  

Ljóst er að tafir verða á eðlilegri starfsemi lyflækningasviðs þar sem legurými spítalans er takmarkað en lokun A7 fyrir innlagnir hefur leitt til tafa við innlagnir nýrra sjúklinga, segir í fréttinni. 

Fólk sem leitar til spítalans er beðið um að sýna starfsmönnum biðlund ef tafir verða á innlögnum. Sjúklingar og ættingjar eru jafnframt beðnir um að sýna skilning og veita stuðning við útskriftir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert