Ökumaðurinn hálsbrotinn

Ein bifreiðanna sem lenti í árekstrinum.
Ein bifreiðanna sem lenti í árekstrinum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

 Nítj­án ára pilt­ur sem olli al­var­leg­um árekstri á gatna­mót­um Suður­lands­braut­ar og Kringlu­mýr­ar­braut­ar er háls­brot­inn. Hann og fé­lag­ar hans höfðu gert til­raun til þjófnaðar í Skeif­unni og voru að flýja und­an lög­regl­unni. 

Lög­regl­an fékk til­kynn­ingu klukk­an 20:51 að menn væru að reyna að stela í versl­un og að þeir hefðu ekið á brott í bif­reið. Sá sem lét lög­reglu vita taldi það full­víst að ökumaður væri í ann­ar­legu ástandi. 

Það er svo þrem­ur mín­út­um síðar sem lög­reglu­menn á eft­ir­lits­ferð verða bif­reiðar­inn­ar var­ir skammt frá gatna­mót­um Suður­lands­braut­ar og Kringlu­mýr­ar­braut­ar. Er bif­reiðinni þá ekið rak­leitt út á gatna­mót­in á móti rauðu ljósi og olli sex bíla árekstri. Þrír bíl­anna voru óöku­fær­ir eft­ir slysið en alls voru fjór­tán manns í  bif­reiðunum sex .  

Fjór­ir pilt­ar voru í bíln­um sem olli árekstr­in­um og hlupu farþeg­arn­ir þrír á brott en voru hand­tekn­ir skömmu síðar í ná­grenn­inu. 

Ökumaður­inn, nítj­án ára pilt­ur var meðvit­und­ar­lít­ill þegar lög­reglu og sjúkra­lið bar að og er hann á sjúkra­húsi al­var­lega slasaður.

Farþeg­arn­ir þrír gista all­ir fanga­geymslu eft­ir að þeir höfðu verið skoðaðir á slysa­deild.  Alls voru níu færðir til skoðunar og meðferðar á slysa­deild eft­ir árekst­ur­inn.  Nokkuð var um eymsli á öku­mönn­um og farþegum í bíl­un­um sem urðu fyr­ir höggi frá bíl pilt­anna fjög­urra sem voru á flótta eft­ir þjófnaðar­tilraun í Skeif­unni.

Mikið var um sjúkra­flutn­inga hjá slökkviliði höfuðborg­ar­svæðis­ins í gær­kvöldi og nótt en alls voru flutn­ing­arn­ir fjör­tíu tals­ins á næt­ur­vakt­inni.

Flúði lög­reglu og lenti í árekstri

Frá slysstað í gærkvöldi
Frá slysstað í gær­kvöldi Páll P. Daní­els­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert