Samanlagt fylgi Samfylkingar og Bjartrar framtíðar mælist nú 53,5% samkvæmt könnun MMR um fylgi stjórnmálaflokka fyrir komandi borgarstjórnarkosningar í Reykjavík. Gagnaöflun vegna könnunarinnar fór fram á tímabilinu 20. til 23. maí síðastliðinn.
Samkvæmt könnun MMR þá mældist fylgi flokkanna sem bjóða fram í komandi borgarstjórnarkosningum í Reykjavík eftirfarandi: Samfylking 29,5%, Björt framtíð 24%, Sjálfstæðisflokkur 21,1%, Vinstri-græn 9%, Píratar 8,2%, Framsóknarflokkur og flugvallarvinir 5,3%, Dögun 2,6% og Alþýðufylkingin 0,2%.
Yrðu þetta niðurstöður kosninganna myndi Samfylkingin fá fimm borgarfulltrúa, Björt framtíð og Sjálfstæðisflokkur fjóra borgarfulltrúa hvor og Vinstri-græn og Píratar einn fulltrúa hvor.
Framsóknarflokkur og flugvallarvinir, Dögun og Alþýðufylkinginn ná samkvæmt þessu ekki inn manni.
Heildarfjöldi svarenda voru 477 Reykvíkingar, 18 ára og eldri.