Samfylking og Björt framtíð með 53,5%

Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. mbl.is/Ómar

Samanlagt fylgi Samfylkingar og Bjartrar framtíðar mælist nú 53,5% samkvæmt könnun MMR um fylgi stjórnmálaflokka fyrir komandi borgarstjórnarkosningar í Reykjavík. Gagnaöflun vegna könnunarinnar fór fram á tímabilinu 20. til 23. maí síðastliðinn.

Samkvæmt könnun MMR þá mældist fylgi flokkanna sem bjóða fram í komandi borgarstjórnarkosningum í Reykjavík eftirfarandi: Samfylking 29,5%, Björt framtíð 24%, Sjálfstæðisflokkur 21,1%, Vinstri-græn 9%, Píratar 8,2%, Framsóknarflokkur og flugvallarvinir 5,3%, Dögun 2,6% og Alþýðufylkingin 0,2%.

Yrðu þetta niðurstöður kosninganna myndi Samfylkingin fá fimm borgarfulltrúa, Björt framtíð og Sjálfstæðisflokkur fjóra borgarfulltrúa hvor og Vinstri-græn og Píratar einn fulltrúa hvor.

Framsóknarflokkur og flugvallarvinir, Dögun og Alþýðufylkinginn ná samkvæmt þessu ekki inn manni.

Heildarfjöldi svarenda voru 477 Reykvíkingar, 18 ára og eldri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert