MÓSA berst aðallega með snertingu

MÓSA getur skapað vandamál á sjúkrahúsum.
MÓSA getur skapað vandamál á sjúkrahúsum. Árni Sæberg

Algengast er að MÓSA-bakterían taki sér bólfestu í nefinu og á húð þá til dæmis á höndum, í nára og í koki. Bakterían er algeng í mönnum, dýrum og í umhverfinu. MÓSA hefur skapað vandamál á sjúkrahúsum og hafa mörg sjúkrahús hafa því sett ákveðnar varúðarreglur til að sporna gegn því að MÓSA berist með sjúklingum eða starfsmönnum inn á sjúkrahúsin 

Í gærkvöldi greindi mbl.is frá því að MÓSA-smit hafi greinst á Landsspítala og ræddi blaðamaður mbl.is við Má Kristjánsson, yfirlækni á smitsjúkdómadeild spítalans í dag. Samkvæmt tilkynningu hefur verið gripið til viðeig­andi ráðstaf­ana til að tak­marka frek­ari út­breiðslu inn­an spít­al­ans og upp­ræt­ing­ar smits­ins. Þetta felur meðal ann­ars í sér að loka þarf deild­inni fyr­ir inn­lögn­um sjúk­linga og heim­sókn­um til sjúk­linga.

MÓSA er skammstöfun á Meticillin ónæmur Staphylococcus aureus, en eins og nafnið segir til um er bakterían orðin ónæm fyrir sýklalyfinu methicillini og skyldum lyfjum, þó svo að ýmis önnur lyf virki á hana. 

Samkvæmt dreifiriti sem embætti landlæknis gaf út árið 2012 eru stafýlókokkar mjög algengar bakteríur sem eru á mönnum, dýrum og í umhverfinu. Hjá 30-50% fólks er S. aureus hluti eðlilegs bakteríuvaxtar í nefi og á húð, og að um 20% fólks beri bakteríuna alltaf á sér. Heilbrigður einstaklingur getur fengið á sig MÓSA án þess að finna fyrir því né vita af því.

Bakterían tekur sér bólfestu í nefinu

Algengast er að bakterían taki sér bólfestu í nefinu og á húð þá til dæmis á höndum, í nára og í koki. Samkvæmt ritinu eru einstaklingar með slíka sýklun ekki í mikilli hættu á að veikjast alvarlega en bakterían getur þó valdið ígerðarkýlum og yfirborðssárum eins og aðrir stafýlókokkar. Ef viðkomandi þarf að undirgangast skurðaðgerð getur bakterían náð að komast í blóðrásina eða í skurðsár og getur það aukið líkur á alvarlegum sýkingum.

MÓSA skapað vandamál á sjúkrahúsum. Mörg sjúkrahús hafa því sett ákveðnar varúðarreglur til að sporna gegn því að MÓSA berist með sjúklingum eða starfsmönnum inn á sjúkrahúsin enda eru smitleiðir stuttar á sjúkrahúsum og margir sjúklingar viðkvæmir fyrir slíku smiti.

Samkvæmt ritinu hefur MÓSA undanfarin ár greinst í auknu mæli hjá ungu frísku fólki hér á landi sem ekki hefur neina þekkta áhættuþætti né tengst sjúkrahúsum. Í september 2012 höfðu greinst 29 mósar á sýkladeild Landspítalans. MÓSA er tilkynningaskyld baktería og er hvert tilfelli tilkynnt sóttvarnalækni. 

Stafylókokkar af öllum tegundum þola vel þurrk og geta þannig lifað lengi í umhverfinu, til að mynda í sængurfatnaði, húsgögnum, á gólfum og hlutum, en samkvæmt ritinu eru vönduð þrif með ryksugun og afþurrkun með vatni og sápu nægileg til að fjarlægja þá úr umhverfinu.

Megin smitleið milli manna er snerting, bein og óbein, einkum mikil líkamleg snerting milli manna t.d. á heimilum. Samkvæmt landlækni er handhreinsun mikilvægasta sýkingavörnin. 

Frétt mbl.is: Fimm með MÓSA-smit. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert