Umtalsverð skattsvik í ferðaþjónustu

Fólk í ferðaþjónustu telur skattsvik skekkja samkeppnina.
Fólk í ferðaþjónustu telur skattsvik skekkja samkeppnina. mbl.is/RAX

For­svars­menn 65% fyr­ir­tækja inn­an ferðaþjón­ust­unn­ar telja að skattsvik skekki sam­keppni í þeirri grein ferðaþjón­ustu sem fyr­ir­tæki þeirra starfa í.

Þetta kem­ur fram í nýrri skýrslu Rann­sókna­stofn­un­ar at­vinnu­lífs­ins á Bif­röst um um­fang skattsvika og leiðir til úr­bóta. Skýrsl­an bygg­ist á könn­un sem þeir Árni Sverr­ir Haf­steins­son og Jón Bjarni Steins­son, sér­fræðing­ar hjá Rann­sókna­stofn­un at­vinnu­lífs­ins á Bif­röst, gerðu í vet­ur. Þeir munu kynna niður­stöðurn­ar í dag á fundi hjá Sam­tök­um ferðaþjón­ust­unn­ar. Fund­ur­inn verður hald­inn í Húsi at­vinnu­lífs­ins, Borg­ar­túni 35, klukk­an 8.30 til 10.00.

„Þetta sýn­ir að inn­an grein­ar­inn­ar verða menn var­ir við að það sé mikið um skattsvik sem bjaga sam­keppn­is­stöðuna,“ sagði Vil­hjálm­ur Eg­ils­son, rektor Há­skól­ans á Bif­röst.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert