17,5 milljarðar ekki verið gefnir upp

Miklum fjármunum er skotið undan í ferðaþjónustunni.
Miklum fjármunum er skotið undan í ferðaþjónustunni. mbl.is/Golli

Gera má ráð fyr­ir að frá ár­inu 2010 til og með 2013 hafi velta upp á rúma 17,5 millj­arða í gistiþjón­ustu á einn eða ann­an hátt ekki verið gef­in upp til virðis­auka­skatts.

Eru þá ótald­ir aðrir skatt­stofn­ar rík­is og sveit­ar­fé­laga. Árni Sverr­ir Haf­steins­son, ann­ar höf­unda skýrslu um skattsvik í ferðaþjón­ustu, áætlaði þetta að beiðni Morg­un­blaðsins.

„Sá út­skatt­ur sem af þess­ari upp­hæð hefði átt að inn­heimt­ast nem­ur rúm­um 1,2 millj­örðum. Þrátt fyr­ir þetta er óvíst hverj­ar eru tapaðar virðis­auka­skatt­s­tekj­ur af þess­um völd­um,“ seg­ir hann í Morg­un­blaðinu í dag. Fram kem­ur í skýrslu að al­gengt sé að ein­stak­ling­ar sem fái boð um störf í ferðaþjón­ustu geri þá kröfu að laun þeirra séu ekki gef­in upp til skatts.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert