„Evrópa tilheyrir okkur"

Íslendingur er meðal þeirra sem koma fram í myndskeiðinu.
Íslendingur er meðal þeirra sem koma fram í myndskeiðinu. Ljósmynd/Norden.org

Félagar í ungliðahreyfingu þjóðernisflokksins Sænskir demókratar, (SDU) hafa sent frá sér myndskeið þar sem leiðtogar hreyfingarinnar senda félögum í öðrum löndum Evrópu kveðju. Íslendingur er meðal þeirra sem koma fram í myndskeiðinu.

Myndskeiðið var sett inn á YouTube í gær undir heitinu „Evrópa tilheyrir okkur". Þar varar Ómar Þröstur Richter, sem er búsettur í Svíþjóð og samkvæmt kynningu á myndskeiðinu félagi í SDU við Evrópusambandinu á íslensku: „Brjálæðislegar hugmyndir, með blandaða menningu og fjölda innflutning á fólki, stúkar sundur okkar sameinaða fólki,“ segir Ómar í myndskeiðinu. Hann bætir við síðar: „Með sjálfstæðum Evrópulöndum."

Ungliðahreyfingin var stofnuð árið 1993 sem hluti af stjórnmálaflokknum Sænskir demókratar sem er með 20 menn á þingi en flokkurinn besrt meðal annars gegn aðild að Evrópusambandinu og innflytjendum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert