14.376 búnir að kjósa

Utankjörfundarkosning í Laugardalshöll
Utankjörfundarkosning í Laugardalshöll Ernir Eyjólfsson

Alls hafa 14.376 manns kosið utan kjörfundar í sveitastjórnarkosningunum á landinu öllu samkvæmt tölum frá Laugardalshöll. 

Opið verður fyr­ir at­kvæðagreiðslu utan kjör­fund­ar í Laug­ar­dals­höll alla daga frá 10 til 22 en greiða má at­kvæði utan kjör­fund­ar á skrif­stof­um og úti­bú­um allra sýslu­manna og í sendi­ráðum.

Samkvæmt tölum frá vefnum kosning.is eru 239.810 kjósendur á kjörskrárstofnum og er 6.1% aukning á kjósendum frá því að síðast fóru fram sveitastjórnarkosningar árið 2010.

Kosn­ing­arn­ar sjálf­ar fara svo fram á laug­ar­dag­inn. Kjörstaðir eru al­mennt opn­ir frá kl. 9 um morg­un til kl. 22 að kvöldi en þó geta kjör­stjórn­ir ákveðið að byrja síðar og hætta fyrr.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka