Lá í fangi þriggja farþega en fær bætur

Hæstiréttur Íslands
Hæstiréttur Íslands

Hæstiréttur dæmdi í gær eiganda bifreiðar og vátryggingarfélag hans til greiðslu skaðabóta til konu sem hafði verið sjötti farþegi í bifreið sem hafði aðeins hafði fimm sæti. Konan slasaðist þegar bifreiðin valt og höfðaði hún mál á hendur bílstjóranum. Eigandi bílsins var ekki með í för þegar bifreiðin valt. 

Lögmaður farþega bifreiðarinnar bar fyrir sig að skipta bæri sökinni á milli eiganda bifreiðarinnar og konunnar en Hæstiréttur féllst ekki á það og var eigandi bifreiðarinnar dæmdur til greiðslu. 

Slysið átti sér stað árið 2010 þegar sjö ungmenni voru á leið til Reykjavíkur í Volkswagen Polo-bifreið. Einn farþegi var í farangursrými bílsins og stúlkan sem höfðaði málið lá á fanginu á þremur farþegum í aftursætinu. Bifreiðin tók allt í einu að rása og lenti utan vegar og valt. 

Hæstiréttur segir í dómi sínum að þótt konan hafði mátt gera sér grein fyrir hættunni sem skapaðist við það að vera í bílnum án þess að hafa sæti með öryggisbelti, þá er það ekki talið svo stórkostlegt gáleysi að bætur hennar skerðist.

Leit Hæstiréttur svo á að ökumaðurinn bæri meginábyrgð á því að of margir farþegar voru í bílnum og átti sú sem ók bílnum sök á umferðarslysinu sem varð þegar hún missti stjórn á bifreiðinni. 

Dómur Hæstaréttar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert