Margmenni á Reykjavíkurflugvelli

„Þetta er búið að ganga mjög vel, veðurútlit var nú ekki gott í morgun en við vonuðumst til að það yrði þokkalegt og það hefur gengið,“ segir Ágúst Guðmundsson, einn skipuleggjandi flugsýningarinnar sem fer fram á Reykjavíkurflugvell í dag. Flugsýningin er árlegur viðburður sem Flugmálafélag Íslands stendur fyrir. „Sýningaratriðin hafa gengið vel og það er mjög góð mæting þrátt fyrir rigninguna, hún er bara eins og á sólardegi.“

Samkvæmt Ágústi er sýningin í ár stærri en fyrri ár. „Það má segja það að sýningin stækki alltaf á hverju ári.“

Sýningin hófst klukkan 12 í dag. Sýningaratriðin eru búin klukkan 15 en svæðið er opið til 16. Ekkert kostar sýninguna og er hún í samstarfi við ýmsa aðila tengdum flugi en aðal stuðningsaðilarnir eru Icelandair og Isavia.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert