Bæta við sig manni í borginni

mbl.is/Sigurður Bogi

Samkvæmt nýjustu könnun MMR á fylgi stjórnmálaflokka í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosninganna sem fara fram á morgun bætir Sjálfstæðisflokkurinn við sig einum manni frá Bjartri framtíð, sem missir einn mann frá síðustu könnun. 

Samkvæmt könnuninni eru nú meirihlutaflokkarnir tveir, Samfylkingin og Björt framíð með 49,4% fylgi, samanborið við 53,5% fylgi í síðustu könnun.

Samfylkingin mælist nú með 31,2% en var í síðustu könnun með 32,7%. Björt framtíð fer niður í 18,2% úr 22,2% síðast. 

Vinstri grænir eru hástökkvarinn í þessari könnun en þeir fá samkvæmt nýjustu könnun 10% fylgi samanborið við 6,8% fylgi síðast. Þeir munu samkvæmt þessari könnun ná inn einum manni líkt og Framsókn og flugvallarvinir og Píratar. 

Fylgi Framsóknar og flugvallarvina lækkar um 0,1% frá síðustu könnun, úr 6,8% í 6,7%. Fylgi Pírata hækkar úr 7,5% í 9,2%. 

Dögun mældist með 3,3% fylgi og bæta því við sig um 1,2% frá síðustu könnun. Önnur framboð mælast undir 3% fylgi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert