Á morgun, laugardag, verður hinn árlegi fiskisúpudagur á Laugavegi og nágrenni þar sem gestum og gangandi gefst kostur á að gæða sér á ljúffengri súpu í boði valinna verslunar-og veitingamanna í miðborg Reykjavíkur.
Fiskisúpudagurinn hefst kl. 13.30 og tengist að sjálfsögðu Hátíð hafsins sem stendur yfir nú um helgina.
Þeir sem bjóða upp á gómsæta fiskisúpu að þessu sinni eru : Verslunin Kjólar og konfekt, Laugavegi 92, verslunin Kokka að Laugavegi 47, Gleraugnamiðstöðin að Laugavegi 24 og Íslenski barinn að Ingólfsstræti 1a.
Harmonikkuleikarar verða á vappi til að fullkomna stemninguna, segir í tilkynninu frá Miðborginni okkar.