Hallur hættir á útvarpi Sögu

Hallur Magnússon
Hallur Magnússon mbl.is

Hallur Magnússon hefur sagt skilið við Útvarp Sögu. Þetta kemur fram í pistli hans sem birtist á Eyjan.is í dag. Ástæðuna segir Hallur vera efnistök er varða byggingu mosku og íslam almennt. 

Eitt er að vera vettvangur og miðill fyrir ólíkar skoðanir og það er virðingarvert að Útvarp Saga gefur öllum sjónarmiðum vettvang. Annað er þegar það virðist vera að fjölmiðillinn taki sér stöðu með harðri gagnrýni á trúarbrögð og gegn byggingu guðshúss múslima almennt, ekki einungis staðsetningu þess.“

„Ég hef verið hugsi yfir þeirri afstöðu en virði rétt fólks til að hafa slík sjónarmið. En þegar sjónarmið sem ég er andstæður virðist nánast orðið hluti ritstjórnarstefnu fjölmiðilsins þá má túlka það þannig að ég sem starfsmaður á vef Útvarps Sögu sé hluti slíkrar ritstjórnarstefnu og sé henni sammála,“ skrifar Hallur. 

Í pistlinum segist hann ekki vera tilbúinn til þess að starfa á miðli sem virðist taka einarða stöðu gegn starfsemi trúarhóps og virðist frekar kynda undir andúð á ákveðnum hóp Íslendinga og innflytjenda. 

Hallur hefur á undanförnum þremur mánuðum unnið að uppbyggingu fréttavefjar Útvarps Sögu. 

Sjá pistil Halls í heild sinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert