Kennarar samþykktu samninginn

mbl.is/Arnar Þórðarson

Félagar í Félagi grunnskólakennara hafa samþykkt nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga, sem skrifað var undir 20. maí síðastliðinn.

Rafræn atkvæðagreiðsla stóð yfir dagana 26. til 30. maí 2014 og lauk henni klukkan 13 í dag.

65,46% þeirra sem greiddu atkvæði samþykktu samninginn og 32,26% sögðu nei. Á kjörskrá voru 4.406 félagar í Félagi grunnskólakennara. Atkvæði greiddu 3.153 eða 71.56%

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert