Sjá stór tækifæri um allan heim

Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Kaptio hefur gert samning við breska ferðaþjónustufyrirtækið Golfbreaks sem er stærsti skipuleggjandi golfferða í Evrópu og skipulagði ferðir fyrir 500 þúsund viðskiptavini í fyrra.

Kaptio hefur þróað sölukerfi sem miðar að því hjálpa ferðaþjónustufyrirtækjum að sérsníða tilboð til handa viðskiptavinum. Íslensk fyrirtæki hafa þegar tekið upp kerfið en að sögn Arnars Laufdals Ólafssonar, framkvæmdastjóra Kaptio, er samningurinn við Golfbreaks afar þýðingarmikill.

„Þetta er fyrst og fremst viðurkenning á því sem við erum að gera og með honum komumst við á erlendan markað,“ segir Arnar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert