Biskup hafnar tillögu valnefndar um séra Ólaf

Seljakirkja.
Seljakirkja. mbl.is/Jim Smart

Bisk­up Íslands hef­ur ákveðið að hafna til­lögu val­nefnd­ar að nýj­um sókn­ar­presti í Selja­prestakalli í Reykja­vík og aug­lýsa embættið að nýju.

Óánægja er með það í söfnuðinum að séra Ólaf­ur Jó­hann Borgþórs­son sem er prest­ur við Selja­kirkju hafi ekki fengið stöðuna. Hóp­ur sókn­ar­barna vill beita sér fyr­ir al­menn­um prest­kosn­ing­um.

Skipaður verður nýr sókn­ar­prest­ur í Selja­prestakalli í sum­ar þar sem séra Val­geir Ástráðsson sem þjónað hef­ur söfnuðinum frá stofn­un hans er að láta af störf­um. Sjö sóttu um embættið, þar á meðal tvær kon­ur. Reynslu­mikl­ir prest­ar voru í hópn­um. Val­nefnd skipuð full­trú­um sókn­ar­barna, auk pró­fasts, mælti með því að Ólaf­ur Jó­hann Borgþórs­son sem starfað hef­ur sem prest­ur við kirkj­una frá ár­inu 2007 fengi embættið. Níu greiddu þeirri til­lögu at­kvæði sitt en einn sat hjá.

Verður að fara að lög­um

Agnes Sig­urðardótt­ir, bisk­up Íslands, gat ekki fall­ist á til­lögu val­nefnd­ar­inn­ar. Hún komst að þeirri niður­stöðu eft­ir að hafa farið yfir málið í heild að ef hún gerði það væri hún að brjóta jafn­rétt­is­lög. For­send­an er meðal ann­ars sú að mun fleiri karl­ar eru í presta­stétt en kon­ur.

Þor­vald­ur Víðis­son bisk­ups­rit­ari seg­ir að bisk­up vilji taka til­lit til óska heima­manna en verði alltaf að fara að lands­lög­um. Niðurstaða henn­ar var þó ekki að velja þá konu sem hún taldi hæf­ari eða jafn­hæfa Ólafi Jó­hanni held­ur aug­lýsa embættið að nýju. Með því skap­ast mögu­leik­ar fyr­ir sókn­ar­börn­in að efna til al­mennra prest­kosn­inga á milli þeirra sem þá sækja um. Niðurstaða kosn­ing­anna er bind­andi fyr­ir bisk­up.

Byrjað er að und­ir­búa und­ir­skrifta­söfn­un. Embættið verður vænt­an­lega aug­lýst að nýju á mánu­dag og hef­ur áhuga­fólk um prest­kosn­ing­ar hálf­an mánuð til að afla stuðnings að minnsta kosti þriðjungs sókn­ar­barna við kröfu um kosn­ing­ar. Þurfa 1500-1600 safnaðarmeðlim­ir að skrifa und­ir.

Áhuga­hóp­ur­inn hef­ur stofnað hóp á Face­book þar sem heit­ar umræður eru um málið. Boðað hef­ur verið til fund­ar á mánu­dags­kvöld til að skipu­leggja aðgerðir.

Vilja séra Ólaf Jó­hann

„Við mun­um reyna að knýja á um að við fáum eitt­hvað um málið að segja,“ seg­ir Jóna Ósk Pét­urs­dótt­ir, sókn­ar­barn sem vill að séra Ólaf­ur Jó­hann verði skipaður sókn­ar­prest­ur. „Sókn­ar­börn­in eru ánægð með Ólaf. Hann starfar af fag­mennsku og alúð og nær til fólks, bæði ungra og ald­inna. Við vilj­um hafa hann, þetta er prest­ur­inn okk­ar. Þess vegna vilj­um við leggja þetta á okk­ur,“ seg­ir Jóna Ósk.
  • „Þetta er prest­ur­inn okk­ar. Þess vegna vilj­um við leggja þetta á okk­ur.“ Jóna Ósk Pét­urs­dótt­ir
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert