S. Björn Blöndal formaður Bjartrar framtíðar í Reykjavík segist ekki ætla að miða sín viðbrögð út frá fyrstu tölum, en samkvæmt þeim er flokkurinn með tvo menn inni.
„Ég hef enga trú á að þetta verði niðurstaðan. Ég vona allavega ekki,“ sagði Björn í samtali við mbl.is í Ráðhúsi Reykjavíkur stuttu eftir að tölur höfðu verið tilkynntar.
Björn bætti því við að dræm kjörsókn í kosningunum væri sorgleg tíðindi. „Mér finnst það slæmt að fólk skuli ekki hafa séð ástæðu til að koma og greiða atkvæði. Það er eitthvað sem ég held að við verðum að skoða hvernig er hægt að breyta. Vekja áhuga fólks á þessum málum.“