Framúrskarandi ungir Íslendingar

Sævar Helgi Bragason tekur við verðlaunum sem
Sævar Helgi Bragason tekur við verðlaunum sem "framúrskarandi Íslendingur" Þórður Arnar Þórðarson

Verðlaun­in „Framúrsk­ar­andi ung­ir Íslend­ing­ar“ voru veitt við hátíðlega at­höfn í Há­skól­an­um í Reykja­vík í dag þar sem Sæv­ar Helgi Braga­son, formaður Stjörnu­skoðun­ar­fé­lags Seltjarn­ar­ness og rit­stjóri Stjörnu­fræðivefs­ins, var verðlaunaður auk þess sem tíu aðrir fengu viður­kenn­ingu. For­seti Íslands, Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, af­henti verðlaun­in en hann er vernd­ari verk­efn­is­ins hér á landi.

Árlega verðlaun­ar JCI á Íslandi unga Íslend­inga sem þykja skara fram úr á sínu sviði. Verðlaun­in eru hvatn­ing­ar­verðlaun til ungs fólks sem er að tak­ast á við krefj­andi og at­hygl­is­verð verk­efni og í þeim á að fel­ast viður­kenn­ing til þeirra sem koma til með að hafa áhrif í framtíðinni.

„Þrátt fyr­ir að Sæv­ar sé af­burða vís­indamaður hef­ur hann einnig nýtt hæfi­leika sína til þess að gefa af sér til sam­fé­lags­ins og það er í sam­ræmi við JCI gild­in sem hreyf­ing­in lif­ir eft­ir,“ seg­ir Hörpu Grét­ars­dótt­ur, verk­efna­stjóra verk­efn­is­ins í ár. 

Vek­ur áhuga barna á vís­ind­um

Í áliti dóm­nefnd­ar­inn­ar seg­ir að Sæv­ar hafi hafið hafið vís­inda­kennslu upp á hærra plan með því að vekja áhuga barna á vís­ind­um og tækni á frum­leg­an hátt. „Hann safnaði öllu fé sem þurfti til að gera Galí­leó­sjón­auk­ann að veru­leika og heim­sótti í kring­um 150 skóla til að af­henda verk­efnið per­sónu­lega,“ seg­ir í álit­inu en Galí­leó­sjón­auk­inn er fyrst og fremst kennslu­tæki, ætlað til að efla áhuga barna og ung­linga á vís­ind­um.

Tvö hundruð til­nefn­ing­ar

Um tvö hundruð til­nefn­ing­ar bár­ust og seg­ir Harpa að dóm­nefnd­inni hafi reynst erfitt að gera upp á milli þeirra tíu efstu sem hlutu viður­kenn­ingu, en þeir eru: Al­ex­andra Chernys­hova, óperu­söng­kona, Aníta Hinriks­dótt­ir, frjálsíþrótta­kona, Anna Pála Sverr­is­dótt­ir, lögmaður og formaður Sam­tak­anna 78, Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, fram­kvæmda­stjóri Landsvernd­ar, Hans Tóm­as Björns­son, barna­lækn­ir og aðstoðarpró­fess­or við Johns Hopk­ins há­skóla í Banda­ríkj­un­um, Har­ald­ur Freyr Gísla­son, formaður Fé­lags leik­skóla­kenn­ara, María Rut Krist­ins­dótt­ir, fyrr­ver­andi formaður Stúd­entaráðs, Sig­ríður María Eg­ils­dótt­ir, Ræðumaður Íslands og  Þor­steinn Bald­ur Friðriks­son, stofn­andi Plain Vanilla.

Dóm­nefnd­ina í ár skipa Sig­urður Sig­urðsson lands­for­seti JCI, Dr. Ari Krist­inn Jóns­son rektor HR, Katrín Jak­obs­dótt­ir alþing­is­kona og Vil­borg Arna Giss­ur­ar­dótt­ir æv­in­týra­kona og pólfari.

Tíu framúrskarandi Íslendingar
Tíu framúrsk­ar­andi Íslend­ing­ar Þórður Arn­ar Þórðar­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert