Engar hundakúnstir á Þingvöllum

Rignt hefur eystra síðustu daga. Því er Öxarárfoss í yfirstærð …
Rignt hefur eystra síðustu daga. Því er Öxarárfoss í yfirstærð og skemmtilegt myndefni. mbl.is/Sigurður Bogi

Þingvellir eru núllpunktur Íslands. Aðdráttarafl staðarins er alltaf samt og alla daga ársins eru þar ferðamenn. Náttúran er stórbrotin og sögustaðir við hvert fótmál. Á fallegum vordegi er sérstaklega gaman á Þingvöllum.

Í gær var Öxarár í hrokavexti eftir rigningardaga. Öxarárfoss var orðinn tvöfaldur af þeim sökum. Var kominn í klæði af gerðinni XL, ef slíka lýsingu má nota um klæði hans. Á Hakinu sprönguðu erlendur ferðamenn og aðrir þrömmuðu um Almannagjá. Á vatninu syntu endur og gæsfuglar.

Til þess að styrkja viðkomustaði ferðamanna í sessi er stundum gripið til þess ráðs að setja upp leiktæki eða hoppukastala, fá töframenn til að leika listir sínar, bjóða krökkunum upp á andlitsmálun og svo framvegis. Slíkt er gott og gilt. En stundum standa staðirnir einir og sér algjörlega fyrir slíku og allt sem heitir tryllekunster, eins og Danskurinn, (sem í lauslegri þýðingu gæti merkt hundakúnstir) er algjörlega óþarft.

Og hér í lokin má segja: Skundum á Þingvöllum – og treystum vor heit.

Þingvallabærinn setur sterkan svip á staðinn. Mynd eins og þessi …
Þingvallabærinn setur sterkan svip á staðinn. Mynd eins og þessi væri fín í dagatal Eimskipafélagsins eða á konfektkassa frá Nóa - Síríus. mbl.is/Sigurður Bogi
Ástfangin í Íslandsferð
Ástfangin í Íslandsferð mbl.is/Sigurður Bogi
Silfra er vinsæll viðkomustaður kafara - sem þurfa að ganga …
Silfra er vinsæll viðkomustaður kafara - sem þurfa að ganga yfir veginn að Valhallarreit áður en þeir leggja á djúpið. Sigurður Bogi Sævarsson
Horft af Hakinu suður vatnið í átt að Sandey.
Horft af Hakinu suður vatnið í átt að Sandey. Sigurður Bogi Sævarsson
Gæsfugl synti á vatninu.
Gæsfugl synti á vatninu. mbl.is/Sigurður Bogi
Horft af Hakinu yfir helgistaðinn.
Horft af Hakinu yfir helgistaðinn. Sigurður Bogi Sævarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert