Samhliða sveitarstjórnarkosningunum síðastliðinn laugardag fór fram ráðgefandi skoðanakönnun um sameiningarmál í Hveragerði. Niðurstöður skoðanakönnunarinnar var sú að 704 eða 63% vildu að Hveragerði myndi sameinast öðru sveitarfélagi en 383 eða 34% sögðu nei. 30 seðlar voru auðir.
Alls tóku 1117 einstaklingar þátt, en á kjörskrá voru 1787. Kosningaþátttaka var 62,5 %. Í skoðanakönnuninni gátu þátttakendur valið á milli fimm sameiningarkosta og eru niðurstöður eftirfarandi: