Kærir hatursfull ummæli á netinu

Helga Vala Helgadóttir
Helga Vala Helgadóttir mbl.is/Ómar Óskarsson

„Þetta verður kært. Við höf­um verið að safna í sarp­inn und­an­farna mánuði því það er ekki í fyrsta sinn núna sem slík um­mæli eru viðhöfð en þetta er hins veg­ar al­ger holskefla núna.“

Þetta seg­ir Helga Vala Helga­dótt­ir, lögmaður Sal­manns Tamimi, vara­for­manns Fé­lags múslima á Íslandi, en hann hyggst kæra hat­urs­full um­mæli sem viðhöfð hafa verið á net­inu bæði um hann sjálf­an og múslima sem slíka.

„Það er ekk­ert hægt að láta eins og þetta sé ekki þarna. Þetta er það gróft,“ seg­ir Helga. Skila­boðin séu meðal ann­ars á þá leið að Sal­mann eigi skilið að vera drep­inn og að drepa eigi alla múslima. Þannig hafi á ein­um stað verið sagt að hengja ætti Sal­mann á Aust­ur­velli öðrum til viðvör­un­ar, seg­ir hún. „Þetta hef­ur al­ger­lega sprungið út að und­an­förnu og marg­fald­ast.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka