Kærir hatursfull ummæli á netinu

Helga Vala Helgadóttir
Helga Vala Helgadóttir mbl.is/Ómar Óskarsson

„Þetta verður kært. Við höfum verið að safna í sarpinn undanfarna mánuði því það er ekki í fyrsta sinn núna sem slík ummæli eru viðhöfð en þetta er hins vegar alger holskefla núna.“

Þetta segir Helga Vala Helgadóttir, lögmaður Salmanns Tamimi, varaformanns Félags múslima á Íslandi, en hann hyggst kæra hatursfull ummæli sem viðhöfð hafa verið á netinu bæði um hann sjálfan og múslima sem slíka.

„Það er ekkert hægt að láta eins og þetta sé ekki þarna. Þetta er það gróft,“ segir Helga. Skilaboðin séu meðal annars á þá leið að Salmann eigi skilið að vera drepinn og að drepa eigi alla múslima. Þannig hafi á einum stað verið sagt að hengja ætti Salmann á Austurvelli öðrum til viðvörunar, segir hún. „Þetta hefur algerlega sprungið út að undanförnu og margfaldast.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert