Skorað á borgina að hætta framkvæmdum

Íbúar við Grettisgötu vilja að hætt verði við að fella …
Íbúar við Grettisgötu vilja að hætt verði við að fella hinn „eldgamla og tignarlega silfurreyni sem stendur við Grettisgötu 17“, mbl.is/Styrmir Kári

Skorað hefur verið á Reykjavíkurborg að stöðva framkvæmdir við Grettisgötu 17, en þar á að rýma til fyrir nýrri hótelbyggingu.

Meðal þess sem skal víkja fyrir henni er gamall silfurreynir, en auk þess á að flytja til húsið sem nú er við Grettisgötu 17. Nágrannar kvarta undan því að engin grenndarkynning hafi farið fram á fyrirhuguðum framkvæmdum og er hafin undirskriftasöfnun á netinu þar sem þeim er harðlega mótmælt.

Ylfa Dögg Árnadóttir, íbúi á Grettisgötu 13, segir í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag,  að úrskurður Minjastofnunar verði kærður til úrskurðarnefndar. Hjálmar Sveinsson, varaformaður skipulagsnefndar Reykjavíkur, segir að nýtt deiliskipulag hafi verið auglýst 23. desember síðastliðinn og að frestur til athugasemda hafi runnið út sex vikum síðar án þess að nokkur slík hefði borist.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert