Áttatíu stæða bílaplan steypt við Almannagjá

Kolbeinn Sveinbjörnsson, verktaki á Heiðarási í Þingvallasveit, undirbýr lagningu hellna …
Kolbeinn Sveinbjörnsson, verktaki á Heiðarási í Þingvallasveit, undirbýr lagningu hellna við hlaðið að efri enda Almannagjár. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Töluverðar framkvæmdir standa yfir á Þingvöllum, verið er að leggja bílaplan fyrir 80 bíla og helluleggja hlað, við aðkomuna að efri enda Almannagjár þar sem gengið er út á útsýnispallinn og Hakið.

Þá er í byggingu þjónustuhús sem verður lokið við í haust. Einnig er verið að stækka gestastofuna og verður henni lokið á næsta ári.

„Þessir hlutir verða að vera í lagi svo unnt sé að taka á móti öllum þeim fjölda sem kemur hingað. Við fundum sterklega fyrir því í gær [fyrradag] þegar stórt skemmtiferðaskip lá við höfnina,“ sagði Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður á Þingvöllum í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka