Bjarni hnýtti hvíthærða flugu

Hér má sjá hvítu fluguna með rauðan kraga.
Hér má sjá hvítu fluguna með rauðan kraga. Skjáskot af Facebook síðu Bjarna

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, hnýtti sér flugu í kvöld sem ef til vill verður notuð í hinni umtöluðu veiðiferð í fyrramálið.

„Hnýtti þessa flugu í kvöld að gamni. Fannst við hæfi að hafa hana hvíthærða með rauðan kraga. Silfur í búknum. Þarf að finna gott nafn á hana,“ segir Bjarni á Facebook síðu sinni.

Þar vísar hann að líkum í viðburði dagsins en mikið hefur verið rætt um veiðiferð Bjarna og Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­son­ar, for­sæt­is­ráðherra í Norðurá í Borg­ar­f­irði í fyrra­málið þar sem ráðherr­arn­ir munu opna veiðitíma­bilið í ánni. 

„Hafa þess­ir menn enga siðferðis­kennd?“spurði Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra í dag á opinberri Facebook síðu sinni og fordæmdi veiðiferðina sem hún telur brjóta gegn siðareglum ríkisstjórnarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert