Færir áhersluna til hægri

Elliði Vignisson.
Elliði Vignisson. mbl.is

Fyr­ir­huguð stofn­un nýs hægri­flokks hlynnt­um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið væri til hags­bóta fyr­ir hægri­menn á Íslandi. Þetta seg­ist Elliði Vign­is­son, odd­viti sjálf­stæðismanna í Vest­manna­eyj­um, vera sann­færður um á Face­book-síðu sinni í dag. Slíkt myndi skapa ró inn­an Sjálf­stæðis­flokks­ins ogum leið færa hina al­mennu áherslu til hægri.

Elliði bend­ir á að stefna Sjálf­stæðis­flokks­ins sé skýr þegar kem­ur að Evr­ópu­sam­band­inu. Flokk­ur­inn sé and­víg­ur inn­göngu í sam­bandið. Stefn­an sé mótuð með lýðræðis­leg­um hætti inn­an hans. Hins veg­ar felli ákveðinn hóp­ur sig illa við þá niður­stöðu og gripið til þess ráðs að kalla þá sjálf­stæðis­menn sem eru þeim ekki sam­mála ýms­um ónefn­um. Við þær aðstæður fari bet­ur á því að myndaður sé hægris­innaður flokk­ur um þetta mál.

„Stuðning­ur minn við Sjálf­stæðis­flokk­inn er vegna þeirr­ar hug­mynda­fræði sem hann stend­ur fyr­ir. Ég tel lík­legra að þessi hug­mynda­fræði nái fram að ganga með því að það fólk sem ekki sætt­ir sig við hug­mynda­fræðina leiti hóf­anna á nýj­um stað. Ef þessu góða fólki ber gæfa til að gera það án þess að brenna brýr til okk­ar sem eig­um svo margt sam­eig­in­legt með þeim þá eyk­ur það lík­urn­ar á því að hinar sam­eig­in­legu hug­sjón­ir nái fram að ganga,“ seg­ir hann.

Elliði seg­ist enn­frem­ur telja lík­legt að slík­ur hægris­innaður flokk­ur með áherslu á Evr­ópu­sam­bandið ætti einkum eft­ir að höggva í raðir annarra flokka með sömu stefnu líkt og Bjartr­ar framtíðar og Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og færa þar með áhersl­una í stjórn­mál­un­um til hægri.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert