Litlar breytingar á fylgi flokkanna

mbl.is/Hjörtur

Litlar breytingar eru á fylgi stjórnmálaflokkanna samkvæmt nýjum þjóðarpúsli Capacent Gallups. Sjálfstæðisflokkurinn er sem fyrr stærsti flokkurinn með 25% fylgi. Ríkisútvarpið greinir frá könnuninni í dag.

Samfylkingin og Björt framtíð koma næst og eru flokkarnir jafnstórir með 16% fylgi. Framsóknarflokkurinn er með 14%. Fylgið er nær óbreytt frá því fyrir mánuði en Samfylkingin tapar þó einu prósentustigi og Björt framtíð bætir einu við sig.

Fylgi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs er óbreytt í 12% og Píratar eru með 10%. Fylgi við ríkisstjórnina er 40% og minnkar um eitt prósentustig frá síðustu könnun. Sjö prósent nefndu aðra flokka.

Skoðanakönnunin var gerð dagana 30. apríl til 29. maí. Úrtakið var tæplega 5600 manns úr viðhorfahópi Capacent og tóku tæp 60% þátt. 11% tóku ekki afstöðu og tæplega 10% sögðust myndu skila auðu eða ekki kjósa færu kosningar fram núna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert