Stefnt er að því að Evrópustofa, upplýsingaskrifstofa Evrópusambandsins á Íslandi, verði starfrækt fram á næsta sumar samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdastjórn sambandsins.
Evrópustofa var upphaflega opnuð í byrjun árs 2012 en samningur við verktaka um rekstur hennar rann út á síðasta ári. Hann var hins vegar endurnýjaður þá til árs og stendur nú til að framlengja samninginn um annað ár.
„Samningurinn um rekstur Evrópustofu nær til loka júlí á þessu ári. Við erum eins og sakir standa að vinna að því að halda henni opinni í ár til viðbótar til þess að koma til móts við áhuga Íslendinga á því að verða sér úti um upplýsingar um Evrópusambandið og starfsemi þess,“ segir í svari við fyrirspurn frá mbl.is.