Tíu ferðamenn slösuðust í rúllustiga í brottfararsal Leifsstöðvar fyrr í dag. Flytja þurfti tvo á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem gera þurfti að meiðslum og sauma skurði. Aðrir gátu haldið ferðalagi sínu áfram.
Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta. Þar segir að eldra fólk hafi verið á leið upp rúllustigann með farangur sinn í leit að innritunarborði þegar það féll aftur fyrir sig. Áður en tókst að stöðva stigann höfðu tíu ferðamenn fallið um koll.