Hjólreiðamönnum í strætó fjölgar

Hjólreiðafólk - Oftast þykir fýsilegur kostur að taka hjól í …
Hjólreiðafólk - Oftast þykir fýsilegur kostur að taka hjól í strætó Ómar Óskarsson

Strætó bs telur að undanfarið hafi það aukist að hjólreiðamenn taki hjól með sér í strætó þótt ekki séu til tölur þess til staðfestingar. „Reiðhjól eru leyfileg í Strætó meðan rými leyfir. Barnavagnar og hjólastólar hafa forgang og ef ekki er pláss fyrir hjólið þegar vagnar eða hjólastólar koma inn fá hjólreiðamenn skiptimiða og geta tekið næstu ferð á eftir.“ sagði Kolbeinn Óttarsson Proppé, fjölmiðlafulltrúi Strætó bs, við mbl.is í dag.

Aðspurður hversu oft komi til þess að hjólreiðamaður sé rekinn úr strætó svaraði Kolbeinn: „Það er mjög sjaldgæft, oftast vinna farþegar saman að því að allir komist á áfangastað, en í einstaka tilvikum getur það gerst.“

Oftast fýsilegur kostur

„Það er oftast fýsilegur kostur að ferðast með hjól í strætó. Ég þekki nokkra sem gera það reglulega. Það er þá helst á háannatímum sem það virkar ekki eins vel. Þá er gott að hafa góð statíf fyrir hjólin t.d. í úthverfunum,“ sagði Morten Lange, formaður Landssamtaka hjólreiðamanna.

„Einhvern tíman reyndum við að fá Strætó til að fá hjólreiðastatíf á vagnana sína, sem nú eru komin á sumar leiðir,“ bætti Morten við. „Þess væri óskandi að Strætó bs velji vagna sem henta vel til að geyma hjól næst þegar þeir endurnýja flotann og að sveitarfélögin vinni að því að koma á stefnu varðandi góð hjólastæði, þannig að það sé hægt að samflétta strætó og hjólreiðar betur.“

Strætó - Talið er að fleiri og fleiri noti strætó …
Strætó - Talið er að fleiri og fleiri noti strætó og hjólreiðar samhliða Sigurður Bogi Sævarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka