Frumsýna 13 íslenskar heimildarmyndir

Skjaldborg fer fram að mestu leyti í Skjaldborgarhúsinu við Aðalstræti …
Skjaldborg fer fram að mestu leyti í Skjaldborgarhúsinu við Aðalstræti á Patreksfirði.

„Und­ir­bún­ing­ur­inn er á fullu og það geng­ur mjög vel. Ég er ein­mitt að fara um borð í flug­vél eft­ir klukku­tíma til að fara vest­ur,“ seg­ir Haf­steinn Gunn­ar Sig­urðsson, en hann er einn af skipu­leggj­end­um heim­ild­ar­mynda­hátíðar­inn­ar Skjald­borg­ar sem fer fram á Pat­reks­firði um helg­ina. „Þar mun­um við byrja að gera allt til­búið í bíó­inu í sam­starfi við sýn­inga­stjór­ana og Li­ons­menn á Pat­reks­firði sem eiga bíóið.“

Skjald­borg, hátíð ís­lenskra heim­ilda­mynda, verður nú hald­in í átt­unda sinn. Að sögn Haf­steins er úr­val mynda á hátíðinni í ár mjög gott en 13 nýj­ar ís­lensk­ar heim­ild­ar­mynd­ir verða frum­sýnd­ar á hátíðinni. 

Hátíðin mun að mestu fara fram í Skjald­borg­ar­hús­inu sem stend­ur við Aðalstræti á Pat­reks­firði. Í dag er rekið bíó í hús­inu en það er Li­ons­klúbb­ur Pat­reks­fjarðar sem held­ur utan um þær sýn­ing­ar.

Haf­steinn seg­ir að gert sé ráð fyr­ir um 400 til 500 gest­um á hátíðina í ár. „Gesta­fjöld­inn um helg­ina er líka skemmti­leg­ur í ljósi þess að á Pat­reks­firði er nú búið að út­búa nýtt og glæsi­legt tjald­stæði þannig að það er um að gera að sem flest­ir prufu­keyri það. Síðan skemm­ir ekki fyr­ir hvað veður­spá­in er góð.“

Heiðurs­gest­ur hátíðar­inn­ar að þessu sinni er rúss­neski heim­ild­ar­mynda­gerðarmaður­inn Victor Kossa­kov­sky. Sam­kvæmt heimasíðu Skjald­borg­ar hef­ur Kossa­kov­sky á und­an­förn­um árum skapað sér stórt nafn í alþjóðlegri heim­ilda­mynda­gerð, og verða nokk­ur af lyk­il­verk­um hans sýnd á Skjald­borg.

„Kossa­kov­sky kem­ur til Íslands í dag og fer síðan vest­ur á morg­un. Hann er mjög spennt­ur fyr­ir að koma, hann hef­ur aldrei áður komið til Íslands. Við mun­um nú reyna að sýna hon­um eitt­hvað fleira af land­inu en bíó­húsið.“

Aðspurður seg­ir Haf­steinn að mik­il spenna sé í hópn­um vegna komu Kossa­kov­skys. „Hans mynd­ir og nær­vera eru frá­bær viðbót við hátíðina. Það er mikið að ger­ast í ís­lenskri heim­ild­ar­mynda­gerð og er hátíðin orðin upp­skeru­hátíð fyr­ir þá sem vinna að þeim hér á landi.“

Heimasíða Skjald­borg­ar.

Frá hátíðinni í fyrra
Frá hátíðinni í fyrra
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert