Kaupmaður greiði 127 milljónir

Hæstiréttur hefur staðfest 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi yfir Eiríki Sigurðssyni, kaupmanni í Víði, og Hjalta Magnússyni, endurskoðanda, fyrir stórfelld skatta­laga­brot. Þá var Eiríkur dæmdur til að greiða 127 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs en eins árs fangelsi kemur í stað sektarinnar verði hún ekki greidd.

Eiríkur og Hjalti voru ákærðir fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum með því að hafa í sameiningu staðið skil á efnislega röngu skattframtali Eiríks og látið undir höfuð leggjast að telja fram fjármagnstekjur hans að fjárhæð 813.011.009 krónur af uppgjöri 102 framvirkra samninga með undirliggjandi hlutabréfum. Hafði Hjalti séð um gerð skattframtals fyrir Eirík.

Í dómi Hæstaréttar var tekið fram að hagnaður Eiríks af gerð umræddra framvirkra skiptasamninga hefði falið í sér skattskyldar fjármagnstekjur og að ekki hefði staðið heimild til að draga frá þeim tap af öðrum sams konar samningum. Hvorki var fallist á með Eiríki að um hefði verið að ræða tekjur í sjálfstæðri atvinnustarfsemi né að það bryti gegn 65. gr. stjórnarskrárinnar að tekjur einstaklinga af atvinnurekstri væru skattlagðar á annan veg en aðrar tekjur.

Hæstiréttur staðfest ákvörðun héraðsdóms um að hafnað kröfu ákæru­valds­ins um að Hjalti yrði svipt­ur lög­gild­ingu til end­ur­skoðun­ar­starfa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert